23.10.2008 | 16:43
Þessi er mjöööög góð
Súpur er þema dagsins
Kjúklingasúpa
500 - 600 gr steikt kjúklingabringa
2 laukar, saxaðir
Lítil dós tómatpure
2 dósir kókosmjólk
1 lítri vatn
1-2 msk kjúklingakraftur
1 lítlill blaðlaukur, sneiddur
300 gr sneiddar gulrætur
1 rauð paprika, hreinsuð og skorin í strimla
Salt og pipar eftir smekk
Tómatpure og laukur sett í þykkbotna pott og hitað vel, best er ef við það að brenna við
Vatni, papriku, gulrótum og kryddi bætt út í og soðið í 20 mín
Þá er kókosmjólk, blaðlauk og brytjuðum kjúklingnum bætt við og soðið áfram í 5 mín
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.