5% álag á myntkörfulán

 Ég eins og svo margir aðrir hef áhyggjur af myntkörfuláni svo ég fór í bankann og spurðist fyrir um þann möguleika að frysta myntkörfulán í einhvern tíma. Þar var mér sagt að í það minnsta 5% álag á lánsfjárhæð bættist við út lánstímann og gæti álagið orðið jafnvel hærra.Ekki er það hagstæður kostur ef satt er. Þá kom upp sú spurning að fresta afborgun, einni eða fleirum og setja þær afborganir  aftast  í afborgunarpakkann, jú það er hægt en kostnaður er talsverður þar sem þinglýsa þarf þá láni aftur. 

Svo eftir þessa eftirgrennslan er ég ekkert í betri málum þrátt fyrir þær “lausnir“ sem boðið er upp á þessa dagana.

Allavega þarf að hugsa dæmið vel og vandlega áður en farið er í þessar breytinar

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband