Færsluflokkur: Matur og drykkur
23.10.2008 | 16:43
Þessi er mjöööög góð
Súpur er þema dagsins
Kjúklingasúpa
500 - 600 gr steikt kjúklingabringa
2 laukar, saxaðir
Lítil dós tómatpure
2 dósir kókosmjólk
1 lítri vatn
1-2 msk kjúklingakraftur
1 lítlill blaðlaukur, sneiddur
300 gr sneiddar gulrætur
1 rauð paprika, hreinsuð og skorin í strimla
Salt og pipar eftir smekk
Tómatpure og laukur sett í þykkbotna pott og hitað vel, best er ef við það að brenna við
Vatni, papriku, gulrótum og kryddi bætt út í og soðið í 20 mín
Þá er kókosmjólk, blaðlauk og brytjuðum kjúklingnum bætt við og soðið áfram í 5 mín
23.10.2008 | 13:49
Gott brauð
Ég er ekkert svo nákvæm á málin, set yfirleitt slatta af þessu og hinu en svona er uppskriftin
670 gr hveiti
2 tsk salt
5 dl volgt vatn
1/2 poki ger
1 msk lyftiduft (má sleppa og nota þá 1 poka af geri)
1/2 tsk sykur
Öllu hrært saman.
Látið lyfta sér í 30 mín. ( einnig má hafa vatnið kalt og láta lyfta sér í ísskáp yfir nótt)
Mótað í tvö brauð og látið lyfta sér í 20 mín.
Bakað við 300° í 8 mín svo 200° í 20 mín. Gott er að pensla brauðið með hvítlauksolíu. Einnig má setja smá oregano eða basiliku í brauðið.
Önnur úrfærsla á þessu brauði
400 gr hveiti
100 gr hveitiklíð
50 gr sesamfræ
50-70 gr graskersfræ
2 tsk salt
5 dl volgt vatn
1/2 poki ger1 msk lyftiduft
2-3 hvítlauksrif söxuð og sett í 3 msk olívuolíu
Í þetta brauð er líka gott að setja slatta af söxuðum olívum og/eða sólþurrkaða tómata.
Öllu blandað saman og sama aðferð við bakstur og hér að ofan
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)