28.11.2008 | 15:32
Milljón króna gjöf
Góð frétt var í Morgunblaðinu í gær, mættum við sjá fleiri slíkar
Mæðrastyrksnefnd fékk 1.000.000 kr að gjöf frá áhöfninni á Þerney
Frábært og fallega gert
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2008 | 01:24
Pappírskökur, hvítar
Þegar ég hóf búskap fyrir u.þ.b. 35 árum gerði ég eins og svo margar aðrar ungar konur að handskrifa í góða stílabók allskyns uppskriftir að góðum réttum, tertum og smákökum. Uppskriftirnar fengust hjá vinkonum, úr dagblöðum og af kakóboxi. Fyrir ca 4 árum lánaði ég bókina en fékk ekki aftur þrátt fyrir margar tilraunir, hún var bara týnd. En núna er ég glöð, í kvöld var gamla stílabókin mín komin á sinn stað í bókahillunni, hvernig hún komst þangað er og verður væntanlega ráðgáta næstu ára en hér er ein uppskriftin sem heitir
Pappírskökur hvítar
í dag myndu þær kallast Muffins
250 gr sykur og
5 egg þeytt saman
250 gr smjörlíki brætt og látið kólna
250 gr hveiti
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk hjartarsalt
sítrónudropar (magn ekki gefið upp í bók)
Þurefni sigtuð saman, svo smjörlíki og eggjahræran
síðast sítrónudropar
sett í pappírsform og bakað við 200° í 12-13 mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 16:43
Þessi er mjöööög góð
Súpur er þema dagsins
Kjúklingasúpa
500 - 600 gr steikt kjúklingabringa
2 laukar, saxaðir
Lítil dós tómatpure
2 dósir kókosmjólk
1 lítri vatn
1-2 msk kjúklingakraftur
1 lítlill blaðlaukur, sneiddur
300 gr sneiddar gulrætur
1 rauð paprika, hreinsuð og skorin í strimla
Salt og pipar eftir smekk
Tómatpure og laukur sett í þykkbotna pott og hitað vel, best er ef við það að brenna við
Vatni, papriku, gulrótum og kryddi bætt út í og soðið í 20 mín
Þá er kókosmjólk, blaðlauk og brytjuðum kjúklingnum bætt við og soðið áfram í 5 mín
23.10.2008 | 14:01
Fiskisúpan mín
1 dós tómatar
1 stilkur sellery sneitt
1 laukur saxaður
2 stórar gulrætur sneiddar
1 paprika söxuð
1,5 lítrar vatn
1 hvítlaukur saxaður
1/2 msk grænmetis eða kjötkraftur
slatti af salvíu, rósmarin og balsiliku
allt í pottinn og látið malla
svo 500 -600 gr fiskur í bitum
salt og pipar eftir smekk
ég set stundum rjóma eða rjómaost í súpuna
ef þið eigið ekki allt kryddið þá bara sleppa þeirri sortinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2008 | 13:49
Gott brauð
Ég er ekkert svo nákvæm á málin, set yfirleitt slatta af þessu og hinu en svona er uppskriftin
670 gr hveiti
2 tsk salt
5 dl volgt vatn
1/2 poki ger
1 msk lyftiduft (má sleppa og nota þá 1 poka af geri)
1/2 tsk sykur
Öllu hrært saman.
Látið lyfta sér í 30 mín. ( einnig má hafa vatnið kalt og láta lyfta sér í ísskáp yfir nótt)
Mótað í tvö brauð og látið lyfta sér í 20 mín.
Bakað við 300° í 8 mín svo 200° í 20 mín. Gott er að pensla brauðið með hvítlauksolíu. Einnig má setja smá oregano eða basiliku í brauðið.
Önnur úrfærsla á þessu brauði
400 gr hveiti
100 gr hveitiklíð
50 gr sesamfræ
50-70 gr graskersfræ
2 tsk salt
5 dl volgt vatn
1/2 poki ger1 msk lyftiduft
2-3 hvítlauksrif söxuð og sett í 3 msk olívuolíu
Í þetta brauð er líka gott að setja slatta af söxuðum olívum og/eða sólþurrkaða tómata.
Öllu blandað saman og sama aðferð við bakstur og hér að ofan
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 15:11
5% álag á myntkörfulán
Svo eftir þessa eftirgrennslan er ég ekkert í betri málum þrátt fyrir þær lausnir sem boðið er upp á þessa dagana.
Allavega þarf að hugsa dæmið vel og vandlega áður en farið er í þessar breytinar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)